Á þessu námskeiði kemur Anna Guðný með nokkur skotheld ráð og tól til þess að þú getir ræktað samband þitt við þig. Hún fer yfir það af hverju það er svona eftirsóknavert að byggja upp þetta dýrmæta samband sem maður á við sjálfan sig og hvernig maður getur gert það. Á námskeiðinu eru verkefni með hverju skrefi og svo fylgir því sérhönnuð hugleiðsla líka sem tengist efni námskeiðsins beint.
Heilsumarkþjálfi og þerapisti
Anna Guðný hefur lengi haft ástríðu fyrir öllu því sem viðkemur heilsu og vellíðan. Hún áttaði sig ung á því hversu mikilvægt það var að næra sig á hollan og hreinan máta til þess að vera í andlegu og líkamlegu jafnvægi. Seinna sá hún mikilvægi þess að hlúa að andlegu heilsunni og hefur hún tvinnað þetta tvennt saman í sínu starfi. En í dag vinnur hún sem þerapisti í þerapíunni Lærðu að elska þig ásamt því að vera með netnámskeiðið Endurnærðu þig. Einnig er hún með heimasíðuna heilsaogvellidan.com.