fbpx
Netfyrirlestrar
SWIPE Club býður upp á netfyrirlestra sem stuðla að bættri heilsu og aukinni vellíðan fyrir starfsfólkið þitt.

Bætt heilsa og aukin vellíðan

Við trúum því að fyrirlestrarnir og námskeiðin sem við höfum þróað geti aðstoðað starfsfólkið þitt við að auka andlega vellíðan, bæta heilsu, líða almennt betur í lífi sínu og starfi, og tileinka sér aðferðir og hugarfar til þess að ná markmiðum sínum. Þetta eru allt mikilvægir þættir í því að ná árangri og við teljum að þetta muni skila sér í aukinni ánægju í vinnunni og færri veikindadögum.

Bætt heilsa og aukin vellíðan

Þú getur fengið alla fyrirlestrana beint inn í fræðslukerfi fyrirtækis þíns eða tímabundinn aðgang að þeim. Frekari upplýsingar á [email protected]

Fyrirlesarar

Ásdís Hjálmsdóttir

Fyrirlestur: Náðu Árangri

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er Íslandsmethafinn í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari. Hún býður upp á hvetjandi, fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur sem kallast Náðu árangri. Þar fjallar hún um þær aðferðir sem hún hefur nýtt sér til að verða spjótkastari á heimsmælikvarða og klára doktorsnám samtímis, sem fólk getur nýtt sér til að ná betri árangri á sínu sviði.

Eftir fyrirlesturinn munu áheyrendur hafa aukna þekkingu á: Að setja sér markmið og ná þeim Að takast á við pressu og mótlæti Vinnings hugarfari Leiðinni að góðri alhliða heilsu Innifalið er stutt verkefnahefti sem hún getur sent á þá sem vilja nýta sér þær aðferðir sem hún fjallar um í fyrirlestrinum. Þar sem trúir því að fólk þurfi að taka fyrsta skrefið í átt að því að bæta sig þá vill hún ekki að heftið sé bara sent á alla, fólk þarf að taka skrefið að biðja um það.

Ernuland

Fyrirlestur: Fullkomlega Ófullkomin

Erna Kristín skrifaði hvatningarbókina Fullkomlega Ófullkomin árið 2018. Markmið hennar er að hjálpa fólki að læra elska líkama sinn eins og hann er hér og nú og í gegnum allar breytingar. Hún hjálpar fólki að endurforrita á sér hugann þegar kemur að holdarfari og öðlast heilbrigt samband við mat og hreyfingu þar sem hún slítur alla þætti lífsins frá holdarfari og setur fókusinn á andlega og líkamlega líðan. Erna var tilnefnd til hvatningarverðlauna á vegum JCI Ísland árið 2019 fyrir framlag sitt til barna, mannréttinda og/eða heimsfriðar, og spilar líkamsvirðing einmitt inn í bætta andlega líðan fólks. Erna er með embættispróf í guðfræði og hefur því góðan grunn í sálgæslu sem kann að gagnast mörgum.

Það sem jákvæð líkamsímynd hefur gefið henni er frelsið frá óraunhæfum kröfum samfélagsins og neikvæðum hugsunum/niðurbrotum að líkama sínum. Það magnaðasta er þó að læra að þegar líkamsímyndin verður heil þá verður sjálfsmyndin svo sterk að sjálfstraustið byrjar að blómstra á öðrum sviðum líka. Þetta er atriði sem hún óskar öllum að ná og er ástæðan fyrir því sem hún gerir. Bætt líðan, bætt öryggi í sambandi við þig og aðra, bætt lífsgæði og hamingja. Algjörlega óháð holdarfari.

Nökkvi Fjalar

Fyrirlestur: 7 spurningar sem hjálpa þér að nýta tímann þinn betur

Nökkvi Fjalar er með skilvirkan og hagnýtan fyrirlestur sem hjálpar fólki að nýta tímann sinn betur í vinnunni, frítímanum og heima til þess að fólk geti lifað á sínum forsendum. Nökkvi talar um að tími sé það dýrmætasta sem við höfum og er því mikilvægt fyrir okkur að nýta tímann vel.

Hann fer yfir sjö spurningar sem hann spyr sig reglulega til þess að fá það mesta út úr tímanum sínum. Hann skýrir þessar spurningar og talar um hversu góð áhrif þær hafa haft á hans eigið líf. Skilvirkni og tímastjórnun er eitthvað sem hefur hjálpað honum að njóta meira með fjölskyldu, vinum og svo til þess að eiga gæða tíma með sjálfum sér til þess að rækta líkama og sál.

Nökkvi Fjalar er með 4 ára reynslu í fyrirtækjarekstri og er brautryðjandi á samfélagsmiðlum. Hann er stofnaði afþreyingamerkið Áttan á sínum tíma og er nú með stofnandi og meðeigandi fjárfestingafyrirtækisins SWIPE ehf.

Rafn Franklín

Fyrirlestur: 360° heilsa

Markmið Rafns Franklin er að miðla af þekkingu sinni, hvetja og efla fólk til að taka ábyrgð á eigin heilsu með jákvæðum lífstílsbreytingum. Hann leggur áherslu á þættina “Hreyfing – Næring – Svefn – Jafnvægi” því í lok dags þá er heilbrigði það sem skiptir mestu máli.

Þegar heilsan er annars vegar skiptir ekki lengur máli hvort þú sért með flatan maga eða “six pack”, hvað þú tekur þungt í bekkpressu eða hvað þú ert frábær hlaupari eða hjólari. Þú hefur aðeins einn líkama og sá líkami gerir þér kleift að gera það sem þig langar að gera. Því er betra að hugsa vel um hann!

Rafn talar um að heilbrigði sé ekki aðeins fjarvera sjúkdóma og vanheilinda heldur fullkomin líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan. Þetta kallar hann 360° heilsa.

Vilt þú bóka fyrirlestur fyrir þitt fyrirtæki?

Þessi vefur notast við vafrakökur til þess að bæta upplifun þína af netversluninni okkar. Skoða nánar!