Síðastliðin ár hef ég verið á vegferð sem ég kalla vegferð í átt að Einfaldara lífi. Fyrir 15 árum hófst þessi vegferð þó svo ég hafi ekki skilgreint hvaða nafn hún hefði að geyma á þeim tímapunkti. Vegferðin hófst þegar ég var ung nýbökuð móðir og hefur haldið áfram eftir því sem ég hef þroskast og bæst hefur í barnahópinn. Á þessum árum hef ég safnað saman hinum ýmsu verkfærum sem hafa hjálpað mér að upplifa jafnvægi, hugarró, sjálfstraust og hugrekki. Á þessu námskeiði miðla ég af eigin reynslu og deili því sem hefur nýst mér best. Mín von er sú að þetta námskeið hjálpi þér að þekkja sjálfa/n þig betur og gefi þér verkfæri til að upplifa jafnvægi, meira sjálfstraust, kjark og helling af hugarró.
Kennari, Heilsumarþjálfi, og fyrirlesari
Ég er kölluð Gunna Stella. Ég er fyrst og fremst eiginkona, fjögurra barna móðir og fósturmóðir. Ég er líka kennari, fyrirlesari og heilsumarkþjálfi. Ég er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur einfaldara lífi. Ég hef síðastliðin ár yfirfært hugtakið einfaldara líf yfir á allt sem ég geri. Hvort sem það tengist heimilinu, fjölskyldunni, áhugamálum eða vinnu. Þetta hefur hjálpað mér að læra að njóta lífsins betur og getað einblínt á það sem skiptir mig mestu máli hverju sinni. Mitt markmið er að hjálpa sem flestum að upplifa meira jafnvægi og helling af hugarró með því að einfalda lífið. Ég er því til þjónustu reiðbúin.