fbpx

Betra jafnvægi

Netnámskeið með Nökkva Fjalar

Play Video

Um netnámskeiðið

Netnámskeiðið er samansafn af öllu því sem hefur hjálpað mér að öðlast betra andlegt jafnvægi síðastliðin ár.
Ég tala því af eigin reynslu og er sannfærður um að þetta virki ef þú ert tilbúin/n til þess að halda áfram á þessum nótum inn í framtíðina.

Sumarið 2016 var ég einhverra hluta vegna á allt öðrum stað en mig hafði dreymt um. Það fékk mig til þess að forvitnast um sjálfan mig og kynna mér hluti sem gætu mögulega hjálpað mér að fá sem mest út úr mínu lífi.
Eftir gífurlega mikinn lestur og þeim mun meiri æfingu komst ég að því að það eru ákveðin mynstur sem láta manni líða vel og svo ákveðin mynstur sem láta manni líða illa. Það er ástæða fyrir því að sumir fá meiri ánægju út úr lífinu á meðan aðrir upplifa meiri þjáningu. Þetta námskeið hjálpar þér að skilja þessi mynstur betur.

Það sem við förum yfir á námskeiðinu mun hjálpa þér að skilja hvernig þú getur ákveðið hvernig þú bregst við í öllum aðstæðum. Við stýrum ekki því sem kemur fyrir okkur en við stýrum því hvernig við bregðumst við. Einnig förum við yfir það og skoðum af hverju þú ert að gera það sem þú ert að gera í dag og hvað þarf að gerast til þess að þú breytir því sem þú vilt breyta.
Við erum ekki hér til þess að laga okkur, það er enginn biluð/bilaður. Við erum hér til þess að fá sem mest út úr því sem við höfum, og við höfum nóg!
Sama hvort þú þráir meiri hamingju, árangur, gleði eða hvað sem það er þá mun þetta námskeið hjálpa þér í áttina að því. Sannarlega stórt loforð en þetta er allt undir þér sjálfri/sjálfum komið.

Ég er ekki hér til þess að þykjast vera með öll svörin. Sjálfur er ég enn stanslaust að læra. Því betur sem ég hef kynnst sjálfum mér síðastliðin ár hef ég komist að því að mér finnst ekkert skemmtilegra en að hjálpa öðrum að ná sem mestu út úr sínu lífi.
Ég er hvergi nærri hættur að bæta við mig þekkingu og legg mikið upp úr því að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.

Hvað færðu út út námskeiðinu?

Nökkvi Fjalar

Fyrirlesari og eigandi SWIPE

Ég er með fyrirlestra, námskeið, netnámskeið og þjálfun sem hjálpar þér að lifa lífinu á þínum forsendum. Ég er sjálflærður, aðferðafræðin sem ég nota í netnámskeiðinu mínu sækir innblástur frá Tony Robbins, Ghandi, Eckhart Tolle o.fl. Ég er brautryðjandi á samfélagsmiðlum, stofandi og eigandi SWIPE.

Prófaðu frítt í 14 daga

Við höfum það mikla trú á okkar efni að við erum tilbúin að leyfa þér að fá aðgang að öllu í 14 daga þér að kostnaðarlausu!

SWIPE CLUB

áskrift
1.490 kr / mánuði
  • Aðgengi að öllum netnámskeiðum
  • 14 daga prufa
  • Engin binding
Þessi vefur notast við vafrakökur til þess að bæta upplifun þína af netversluninni okkar. Skoða nánar!