fbpx

Sofðu rótt í nótt

Netnámskeið með Rafn Franklín

Play Video

Um netnámskeiðið

Sofðu rótt í nótt er netnámskeið þar sem þú lærir að hámarka svefngæðin þín og með því uppskera bætta líðan, meiri orku og betri almenna heilsu. Svefn er ekki bara svefn heldur eru það GÆÐIN sem skipta höfuðmáli. Það er eitthvað sem mig skorti þegar ég hóf mína vegferð að bættum svefni og þrátt fyrir að hafa ekki áttað mig á því á þeim tíma. Á námskeiðinu fer ég yfir einföld og praktísk atriði til að innleiða í daglegt líf sem munu hjálpa þér að bæta svefnrútínuna þína og þar með svefngæðin til muna. 

Öll þessi atriði byggja á nýjustu fræðum sem og minni eigin upplifun og reynslu af því hvað virkar og hvað ekki. Við förum yfir allt frá tækjum og tólum yfir í hugleiðslu- og öndunaræfingar sem þú getur á einfaldan hátt tileinkað þér. Ég er sannfærður um að þetta námskeið muni hjálpa þér!

Fólk mun læra:

Netnámskeiðið er fyrir alla þá sem:

Rafn Franklín

Þjálfari og heilsuráðgjafi

Ég er Rafn Franklín, þjálfari og heilsuráðgjafi. Síðastliðin ár hef ég kafað djúpt ofan í allt sem tengist heilsu, mataræði og hreyfingu í leit að uppskrift af fullkomnu heilbrigði. Ég hef sótt nám erlendis og sæki mér stanslaust nýja þekkingu úr ýmsum fræðibókum og nýjustu rannsóknum tengdar heilsu. Ásamt því að þjálfa einstaklinga og hópa, sinni ég einnig ráðgjöf varðandi heilsu og mataræði. Ég held uppi hlaðvarpinu 360° Heilsa þar sem ég fæ til mín ýmis sérfræðinga á mismunandi sviðum tengdum heilsu. Hugsunin á bakvið hlaðvarpið er að hvetja almenning til að taka aukna ábyrgð á eigin heilsu og læra hvernig það sjálft getur haft áhrif á eigin líkama. Samhliða þjálfun og hlaðvarpinu held ég reglulega fyrirlestra, námskeið og vinnustofur um allt frá hreyfingu, svefn og mataræði yfir í öndun og hugarfar. Enda vil ég meina að þetta haldist allt saman í hendur og því mikilvægt að hólfa þessa þætti ekki of mikið niður. Mitt markmið er að hjálpa þér og hvetja til að læra meira um allt sem þú getur gert til að bæta eigin heilsu, orku og vellíðan. Það trúi ég að sé undirstaðan að góðu lífi.

Rafn hefur meðal annars haldið fyrirlestra fyrir:

Prófaðu frítt í 14 daga

Við höfum það mikla trú á okkar efni að við erum tilbúin að leyfa þér að fá aðgang að öllu í 14 daga þér að kostnaðarlausu!

SWIPE CLUB

áskrift
1.490 kr / mánuði
  • Aðgengi að öllum netnámskeiðum
  • 14 daga prufa
  • Engin binding
Þessi vefur notast við vafrakökur til þess að bæta upplifun þína af netversluninni okkar. Skoða nánar!