Á þessu námskeiði verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að andlegri og líkamlegri heilsu og það útskýrt á einfaldan hátt hvernig heilinn og líkaminn vinna saman. Einnig verður farið yfir leiðir til þess að breyta drifkraftinum á bak við hegðun, sem er lykilatriði í því að geta gert varanlegar jákvæðar breytingar þegar kemur að heilsu.
Á námskeiðinu verða einnig kennd grunnatriði í hugleiðslu, öndunaræfingum og fleiru, auk þess sem farið verður yfir praktískar leiðir til að draga úr kvíða og streitu, fara út fyrir þægindarammann og fleiri leiðir til að bæta lífsgæði.
Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.
Sölvi hefur auk þess að hafa tekið yfir 2 þúsund viðtöl í sjónvarpi, gefið út 5 bækur gert heimildarmynd um knattspyrnulandsliðið og ótal margt fleira. En á undanförnum árum hefur hann alfarið einbeitt sér að heilsu og heilsutengdu efni. hæ
Fyrirlesari